Ljúffeng sumarleg salöt, kryddlegir og sósur. Marinerið eða penslið kjöt, fisk, grænmeti eða jafnvel tófú og grillið svo í góða veðrinu. Salötin eru svo fullkomin sem létt máltíð eða meðlæti í sólinni. Endilega prófið ykkur áfram með uppskriftirnar og setjið ykkar tvist á þessar hugmyndir sem hér eru.