Í þessu uppskriftasafni er grænmeti eldað á hæsta hita en í mismunandi langan tíma. Steikt grænmeti er góður grunnur í fjölmarga rétti og súpur en einnig frábært eitt og sér eða sem meðlæti. Um að gera að prófa sig áfram með þennan góða grunn sem grænmetið er hvort sem þið farið eftir uppskriftum eða eldið af fingrum fram.